Félagar í Leikfélagi Selfoss undirbúa nú af krafti afmælissýningu félagsins, en félagið hefur hafið æfingar á gamanleikritinu „Með táning í tölvunni“ eða „Caught in the net“ eins og það heitir á frummálinu. Verkið er eftir Ray Cooney, en þýðing er í höndum Jóns Stefáns Kristjánssonar, sem einnig mun leikstýra því. Verkið er framhald af leikritinu „Með vífið í lúkunum“ sem Leikfélagið setti upp árið 1999, einnig í leikstjórn Jóns Stefáns. Muna margir eftir þeirri sýningu en hún sló öll aðsóknarmet í litla leikhúsinu við Sigtún og er aðsóknarmesta sýning sem leikfélagið hefur sett upp þar.


Um er að ræða frumflutning verksins á Íslandi og er þetta í fjórða skiptið í röð sem Leikfélag Selfoss frumflytur verk. Frumsýning er áætluð 11. janúar 2008 aðeins 2 dögum á eftir 50 ára afmæli leikfélagsins, sem er 9. janúar. 7 leikarar eru í sýningunni og er gaman að segja frá því að aðalhlutverkin fjögur eru í höndum þeirra sömu og léku þau fyrir 9 árum síðan. 
 

{mos_fb_discuss:2}