Síðastliðinn laugardag, þann 7. mars, frumsýndi Leikfélag Rangæinga leikritið Orrustan á Laugalandi í Njálsbúð í Landeyjum. Leikstjóri er Guðrún Halla Jónsdóttir. Um geysilega vel heppnaða sýningu var að ræða í alla staði og gerðu þeir  110 frumsýningargestir sem í Njálsbúð voru góðan róm að sýningunni. Næsta sýning er fyrirhuguð laugardaginn 14. mars og er þar um að ræða hátíðarsýningu í tilefni 30 ára afmælis félagsins.

Búið er að bjóða hinum ýmsu gestum til sýningarinnar svo sem þingmönnum, sveitastjórnarmönnum, stofnfélögum leikfélagsins og leikurum  Leikfélags Austur Eyfellinga sem voru í uppsetningu þessa verks  1970. Einnig hefur forseti Íslands þegið boð á sýninguna.

Gert er ráð fyrir því að fara með verkið til Vestmannaeyja, austur á Kirkjubæjaklaustur og að Skógum undir Eyjafjöllum.

2. sýning 14. mars kl: 20.30 í Njálsbúð – Hátíðarsýning
3. sýning 15. mars kl: 15.00 í Njálsbúð
4. sýning 18. mars kl: 20.30 í Njálsbúð
5. sýning 20. mars kl: 20.30 í Njálsbúð
6. sýning 25. mars kl: 19.00 í Njálsbúð – Skólasýning
7. sýning 28. mars kl: 20.30 í Vestmannaeyjum
8. sýning 3. apríl kl: 20.30 að Skógum
9. sýning 18. apríl kl: 20.30 á Kirkjubæjarlaustri
10. sýning 21. apríl kl: 20.30 í Njálsbúð
11. sýning 24. apríl kl: 20.30 í Njálsbúð

{mos_fb_discuss:2}