Leikfélag Rangæinga hefur hafið æfingar á leikriti sem hefur fengið nafnið Orustan á Laugalandi. Verkið er farsi sem varð til á árunum eftir seinna stríð og er höfundurinn óþekktur. Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá leikstjóra og leikurum að breyta verkin þannig að það gerist í nútímanum hér á svæðinu.

Verkið fjallar um Hermann Hermanns sem er sultugerðamaður að atvinnu, en einnig heldur hann því fram við fjölskyldu sína að hann sé Glímukóngur Íslands. Verkið fjallar semsagt um lygar, svik og pretti. Leikendur eru 10 og koma þeir víða að úr sýslunni, og er þarna mest um leikara sem hafa talsverða reynslu af leik. Leikstjóri er Guðrún Halla Jónsdóttir.

Stefnt er á að verkið verði tekið til sýninga fyrri hluta mars og verður aðal sýningastaður í Njálsbúð þar sem aðalbækistöðvar félagsins eru, en einnig er stefnt á að fara með verkið víðar.

{mos_fb_discuss:2}