Leikfélag Hveragerðis heldur upp á 60 ára afmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni þess mun leikfélagið  frumsýna þann 24. febrúar n.k. rokkóperuna Jesus Christ Superstar eftir Tim Rice og Andrew Loyd  Webber.  Leikstjórar eru Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir. 

Alls taka 17 leikarar þátt í sýningunni og fjögura manna rokkhljómsveit sér um undirleik.  Æfingar hófust 3. janúar og hafa gengið vel.  Í aðalhlutverkum eru Hafsteinn Þór Auðunsson, Þorgils Óttar Vilberg Baldursson og Halldóra Rut Bjarnadóttir. Sýningar eru í húsi leikfélagsins, Völundi, að Austurmörk 23. 

Önnur sýning verður þann 28. febrúar, en þann dag er einmitt stofnunarafmæli leikfélagsins.  


Nánari upplýsingar um sýningar og miðapantanir eru í Tíunni í síma 483-4727.

Sýningar verða:
Frumsýning       laugardag 24. febrúar
Afmælissýning   miðvikudagur 28. febrúar
3. sýning            sunnudagur 4. mars
4. sýning            fimmtudagur 8. mars
5. sýning            sunnudagur 11. mars
6. sýning            miðvikudag 14. mars
7. sýning            föstudagur 16. mars

Sýningar hefjast kl 20:30

Miðaverð kr. 2000
Fyrir börn yngri en 12 ára/eldri borgarar kr. 1.500
Hópafsláttur 10 eða fleiri kr. 1.500