Æfingar standa nú yfir á leikritinu Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson hjá leikfélagi Hveragerðis. Ólafur Jens Sigurðsson leikstýrir verkinu og er það í annað sinn sem leikfélagið fær hann til starfa. Margir leikarar eru í sýningunni eða 10 karlar og 7 konur og tók nokkurn tíma fyrir leikfélagið að lokka til sín karlleikara.
Leikritið Þrek og Tár er flestum kunnugt og hafa mörg leikfélög sett það upp og nutum við góðs af því. t.d. var leikfélagið á Sauðárkróki hjálplegt og lét í té nótur af tónlistinni og kann Leikfélag Hveragerðis því bestu þakkir fyrir það.
Stefnt er að frumsýningu laugardaginn 1. apríl nk.