ImageLeikfélag Hafnarfjarðar ætlar ekki að slá slöku við, þó svo að síðasta vetur hafi þar verið slegið félagsmet með fjölda uppsetninga. Vetrarstarfið er að hefjast og fyrsta uppsetning vetrarins verður nýtt verk eftir Lárus Vilhjálmsson sem ber heitið Freysteinn gengur aftur.

Miðvikudagskvöldið 21. september kl. 20:00 verður haldinn fundur í húsakynnum leikfélagsins í gamla Lækjarskóla vegna þessa fyrsta verkefnis og eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni hvattir til að láta sjá sig.

Ný stjórn hefur tekið til starfa í Leikfélagi Hafnarfjarðar en nýr formaður er Ingvar Bjarnason. Ný stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta á miðvikudaginn í Lækjarskóla.