Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir á Föstudaginn langa í Möðruvallakirkju í Hörgárdal og hefst lesturinn kl. 13:00 og gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 18:00.

Þetta er í áttunda skiptið sem Möðruvallaklaustursprestakall og Leikfélag Hörgdæla standa fyrir þessum upplestri og er fólk hvatt til að mæta og eiga samverustund í kirkjunni.