Leikfélagið Sýnir er áhugaleikfélag sem starfar á landsvísu. Það var stofnað árið 1997 af hópi fólks sem hafði verið á fyrstu námskeiðum Leiklistarskóla Bandalags Íslenskra Leikfélaga. Hópurinn að þessu sinni æfir nú af kappi, undir leiðsögn Aldísar Davíðsdóttur, leikritið Allir komu þeir aftur í Elliðárdalnum í Indiánagili. Verkið sem er byggt lauslega á leikritinu Widows eftir Ariel Dorfman og Tony Kushner, er einnig partur af BA ritgerð Aldísar en hún kemur til með að útskrifast úr Rose Bruford Collage í London árið 2011.

Verkið er bæði sýnt ogt æft úti, þar sem áherslan er lögð á leikarann að aðlagast umhverfinu, ólíkt því sem gengur og gerist inni við. Sagan segir frá konum í dal nokkrum á óeirðartímum þar sem að flestallir mennirnir hafa verið numdir á brott fyrir uppreisnir. Konurnar taka misvel á vandanum og liggur þetta þungt á þeim öllum, en keppast samt við að halda heimili og landi svo allt haldi áfram einsog vanalega. Hlutirnir breytist svo snarlega og sýður uppúr þegar óþekkjanleg lík fara að renna niður ána í þeirra „friðsæla“ líf. Verkið er tímalaust og tekur á eðli mannskepnunar þegar uppreisn og uppgjöf mætast.

artFart sýningar verða eftirfarandi :
fimmtudagur 19. ágúst kl. 18.00
föstudagur 20. ágúst kl. 18.00
laugardagur 21. ágúst kl 18.00
sunnudagur 22. ágúst kl 18.00

Svo áfram  mánudag og þriðjudag 23.-24. ágúst eftir það á sama tíma

Í hópnum eru 14 leikarar og svo velunarar sem sitja æfingar og búa til alla búninga og leikmuni. Hægt verður að bóka miða í gegnum artFart eða á facebook -endilega láttu þetta ekki framhjá þér fara!

Tenglar : 
artFart
Aldís Davíðsdóttir
Leikfélagið Sýnir
Rose Bruford
Widows

{mos_fb_discuss:2}