Mikill kraftur er í Leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi um þessar mundir en félagið frumsýnir þrjú leikrit núna á einum mánuði. Nú þegar hefur Grímnir frumsýnt einþáttunginn Kvöldhúm í þýðingu og leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Þann 25. nóvember verður svo Litla hryllingsbúðin frumsýnd og þann 1. desember Karíus og Baktus en Guðjón leiktýrir þessum sýningum einnig.

Leikendur í Kvöldhúmi eru tveir en hinar sýningarnar eru mun fjölmennari, sérstaklega Litla hryllingsbúðin. Þar nýtur Grímnir hæfileikafólks í Hólminum, ekki aðeins á leiksviðinu, heldur einnig í söng og tónlist. Þá má geta þess að í Karíus og Baktus eru tvö gengi í aðalhlutverkunum, enda í þeim hlutverkum vaktavinnufólk, sem ekki getur stokkið úr vinnunni á leiksviðið.

Hátt í fimmtíu manns starfa að þessum uppfærslum, þar af rúmlega 20 leikarar. Leikstjórinn Guðjón Sigvaldason er Hólmurum af góðu kunnur en leikstýrði m.a. söngleikjunum Jesús Kristur súperstjarna og Óliver hjá Grímni.

{mos_fb_discuss:2}