Í tengslum við októberhátíð á Gallery – Bar, Hverfisgötu 46, sýnir Leikfélagið Peðið óperuna Bjarmaland – rísandi land eftir Jón Benjamín Eiríksson og Andreu Gylfadóttur. Verkið er sett í skemmtilegan óperustíl með tónlist eftir Andreu Gylfadóttur, sem einnig leikstýrir verkinu. Sýningar verða laugardaginn 8. október kl. 20:00 og sunnudaginn 9. október kl. 16:30. Einnig verður sýnt á vegum leikfélagsins á hátíðinni örverkið Ægir, Ægir og Ægir – saga af þremur rasshausum eftir Björgúlf Egilsson í leikstjórn Lísu Pálsdóttur frumsyning þess er laugardaginn 8. Október kl. 18:00

Óperan Bjarmaland – rísandi land fjallar á spaugilegan hátt um nútíma íslendinga sem hafa hvert á sinn hátt farið í gegnum hraðar þjóðfélagsbreytingar undanfarinnar ára og náð mismunandi lendingu eða ekki lendingu á nýja Íslandi. Hjón í greiðsluaðlögun rata á barinn, sauðfjárbóndi og femínisti hittast af tilviljun, bótasvindlarar ráða ráðum sínum og listaspírur villast inn á leið sinni á sinfóníutónleika í Hörpu. Ekki má gleyma drykkfelldum presti sem mætir á staðinn af  þörf en ekki endilega af nauðsyn.  Barþjónninn stjórnar svo samkvæminu eftir því sem  við á.

Á þessu sjötta leikári Peðsins þá eru þetta tólfta og þrettánda uppfærsla leikfélagsins og telur leikhópurinn ásamt tónlistarfólki ríflega þrjátíu einstaklinga að þessu sinni.

{mos_fb_discuss:2}