Leikfélag Selfoss hyggst halda tvö námskeið í leiklist í haust. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Árni Pétur Guðjónsson leikari og verður það fyrra dagana 19.-20. september ( laugardag og sunnudag), frá klukkan 13-17 báða dagana og það seinna 24. og 25. október ( laugardag og sunnudag), frá klukkan 13-17.

Á fyrra námskeiðinu verður farið mikið í líkamlega vinnu þar sem unnið verður með líkamann á tæknilegan hátt. Einnig verður farið í textavinnu, senuvinnu, mónólóga og unnið með samsetningu og fókus. Þátttakendur fá sendan léttan texta sem þeir eru beðnir um að kunna utanbókar þegar námskeiðið hefst. Kjörið fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta við fyrri þekkingu og auka þekkingu á beitingu líkamans á sviði. Þátttakendur eru beðnir um að koma í léttum og þægilegum klæðnaði, eitthvað sem hentar vel í krefjandi líkamlegar æfingar.

Seinna námskeiðið er hugsað sem nokkurs konar masterklass-námskeið, fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af leiklist. Þar verður farið dýpra í alla textavinnu, unnið með senur og stutta mónólóga. Námskeiðið er krefjandi og farið verður með þátttakendur á nýjar slóðir í textavinnu. Allir fá sendan texta sem þeir eru beðnir um að kunna utanbókar þegar námskeiðið hefst. Þáttakendur eru beðnir um að koma í léttum og þægilegum klæðnaði.

Við hvetjum sem flesta að láta þessi frábæru námskeið ekki framhjá sér fara og grípa tækifærið á flottum námskeiðum með frábærum leiðbeinanda. Þátttökugjald er 5000 krónur á hvort námskeið. Aldurstakmark er 18 ára.

Skráning fer fram í vikunni á leikfelagselfoss@gmail.com og í síma 894-2415 (Íris). Þar eru einnig nánari upplýsingar veitar.

{mos_fb_discuss:3}