Nú er komið að því sem allir krakkar hafa beðið eftir. Leikritið Bangsímon verður frumsýnt hjá Leikfélagi Selfoss laugardaginn 31. október kl. 15:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún.
Bangsímon er hugljúft og skemmtilegt leikrit fyrir börn á öllum aldri. Það var fyrst sett á svið hjá leikfélaginu fyrir 20 árum síðan og hlökkum við til að kynna næstu kynslóð fyrir Bangsímoni og vinum hans í Hundraðekruskógi.
Það er heimakonan Guðfinna Gunnarsdóttir sem leikstýrir leikgerð Peter Snickars en hún var skrifuð eftir hinum ástsælu sögum A.A. Milne sem flestir þekkja og var það Sigríður Karlsdóttir sem þýddi leikritið, en þýðing söngtexta var í höndum Hönnu Láru Gunnarsdóttur.
Hægt er að sjá skemmtilegar myndir úr verkinu á viðburði sýningarinnar á fésbókinni
Næstu sýningar eru eftirfarandi:
2. sýning 1. nóvember sunnudagur kl. 16:00
3. sýning 7. nóvember laugardagur kl. 14:00
4. sýning 7. nóvember laugardagur kl. 16:00
5. sýning 8. nóvember sunnudagur kl. 15:00
6. sýning 8. nóvember sunnudagur kl. 17:00
Miðaverð er 1.500 kr. og hópatilboð á 1.200 kr miðinn fyrir tíu eða fleiri.
Miðasala er á leikfelagselfoss@gmail.com og í síma 482-2787
Athugið að sýningafjöldi verður takmarkaður.