Þann 12. október frumsýnir Leikfélag Selfoss fjölskylduverkið „Á vit ævintýranna“ í leikstjórn Ágústu Skúladóttur í Litla leikhúsinu við Sigtún.
Verkið er sameiginleg sköpun leikhópsins og leikstjórans en er byggt á ævintýri H.C. Andersens um Litla Kláus og stóra Kláus í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, ljóðinu Sálin hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson ásamt kvæðinu En hvað það var skrýtið eftir Pál J. Árdal. Allt stórskemmtilegir dýrgripir úr gullkistu ævintýranna.
Í verkinu verður frumflutt tónlist eftir Guðnýju Láru og Stefán Örn með textum eftir Karl Ágúst Úlfsson.
Allur salurinn kostar 100.000 kr sem tekur 80 manns.
Snapchat Leikfélags Selfoss: Leik-selfoss