Leikfélag NFSu leggur þessa dagana lokahönd á nýjasta  sköpunarverk sitt, en það er söngleikurinn Grís Horror. Leikarar og aðrir hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum við að gera verkið klárt til sýningar undir harðri hendi leikstjórans Garúnar, og nú er loks farið að sjá fyrir endann á undirbúningsferlinu. Frumsýning verður  föstudaginn 19. mars í Gónhól, gamla frystihúsinu á Eyrarbakka.

Verkið, sem fjallar um nemendur í fjöldamorðingjaskóla í Rússlandi, er samið af leikstjóranum, Garúnu, en er mjög lauslega byggt á þekktum söngleik og hefur verið sett upp heil hljómsveit sem hefur séð um að semja og útsetja alla tónlistina í verkinu. Þessi sýning er ein sú stærsta sem NFSu hefur lagt í.

Miðaverð er 2000 kr. Og 1800 fyrir félaga nemendafélagsins! Miðasala er í Hreiðrinu, á songleikurnfsu@gmail.com og svo í síma 482-4343 eftir klukkan 4 á daginn.

Sýningin er bönnuð börnum!

{mos_fb_discuss:2}