Í kvöld, föstudaginn 12. mars kl. 20, frumsýnir Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð leikritið Veruleikarnir í leikstjórn Friðgeirs Einarssonar. Í verkinu er tekist á við hinar eilífu spurningar lífsins og mörkin á milli raunveruleika og óraunveruleika. Sýningin er unnin út frá spuna og er leikhópurinn, ásamt Friðgeiri leikstjóra, höfundur verkins. Hópurinn hefur verið að vinna að sýningunni frá því fyrir áramót.

Hægt er að panta mida í síma 691-8375 og 660-9556 eða á leikfélag@nfmh.is og kostar miðinn 1500 kr. fyrir þá sem eru í NFMH en 2000 kr. fyrir aðra. Sýningin eru sýnd í Norðurpólun að Bygggörðum 5 á Seltjarnarnesi.

Næstu sýningar eru:
14. mars kl. 20:00
20. mars kl. 18:00
20. mars kl. 21:00
21. mars kl. 15:00
23. mars kl. 20:00
26. mars kl. 21:00
26. mars kl. 23:00

{mos_fb_discuss:2}