Næstkomandi laugardag, þann 15. mars, mun Leikfélag Hafnarfjarðar hrinda af stað vorverkefni sínu. Það ber hið virðulega heiti Hið Vikulega, þar sem æfð verða upp og sýnd nokkur stuttverk í hverri viku í fjórar vikur alls, sjö til tíu verk í hvert sinn.

Félagar í Höfundasmiðju leikfélagsins situr sveitt þessa dagana við að skrifa verkin sem sett verða upp.

Þeir sem áhuga hafa á að vera með í þessu verkefni, leikarar, leikstjórar eða annað, endilega hafið samband á leikfelag@gmail.com eða einfaldlega mætið í Gaflaraleikhúsið á laugardaginn næstkomandi kl. 10.00. Hægt er að taka þátt allar fjórar vikurnar, eða einhverja af vikunum fjórum.

Æfingar og sýningar verða:
15. mars – 22. mars – æfingar á Hið Vikulega 1
22. mars – Sýning á Hið Vikulega 1

23. mars – 29. mars – æfingar á Hið Vikulega 2
29. mars – Sýning á Hið Vikulega 2

30. mars – 5. apríl – æfingar á Hið Vikulega 3
5. apríl – Sýning á Hið Vikulega 3

6. apríl – 16. apríl – æfingar á Hið Vikulega 4
16. apríl – Sýning á Hið Vikulega 4 (daginn fyrir Skírdag)