Höfundar Leikfélags Hafnarfjarðar sitja nú við að skrifa leikrit fyrir Hið vikulega, en æfingar hefjast á því næstkomandi laugardag, 15. ágúst, kl. 14:00, en þá verður samlestur á nýskrifuðum verkum í anddyri Gaflaraleikhússins.

Þeir sem hug hafa á því að taka þátt í hinu vikulega, endilega mætið á samlesturinn.

Frumsýning á Hinu vikulega verður föstudaginn 21. ágúst kl. 20:00 og í framhaldinu farið í aðra umferð á Hinu vikulega sem sýnt verður 29. ágúst. Seinna Hið vikulega verður einungis fyrir fullorðna.

Stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar.