Þann 27. nóvember nk. frumsýnir Barna- og unglingaleikhópurinn Borgarbörn nýtt leikrit sem heitir Leikfangalíf. Höfundur þess og leikstjóri sýningarinnar er Erla Ruth Harðardóttir. Sýningar fara fram á skólatíma, um eftirmiðdaginn og um helgar. Sem fyrr munu Borgarbörn bjóða upp á djús og piparkökur að sýningu lokinni.  Sýningargestum stendur til boða að koma með jólapakka merktum kyni og aldri viðtakenda sem Borgarbörn munu síðan koma til skila til Mæðrastyrksnefndar.

Leikfangalíf fjallar um leikföng sem komið hefur verið fyrir í endurvinnslu þar sem eigendur þeirra hafa ekki not fyrir þau lengur. Leikföngin héldu að lífi þeirra væri þar með lokið. Þrír jólaálfar, sem gegna því hlutverki að lappa upp á notuð leikföng, gerðu þeim grein fyrir að hægt væri að öðlast framhaldslíf hjá nýjum eigendum. Jólin nálgast, leikföngin búa sig undir að verða gjöf handa nýju barni, þegar óvænt bætist nýtt leikfang í hópinn, Bratzbídúkka, sem þverneitar að horfast í augu við þá staðreynd að henni hafi verið hent. Leikritið er fullt af boðskap og inniheldur vinsæl lög ásamt skondnum texta, uppákomum og dönsum.

Miðaverð er kr. 1000. Ein sýning kostar kr. 75.000 sem lækkar þá miðaverð í 500 kr. ef 150 áhorfendur mæta.  Tilvalið fyrir skólahópa að koma og skemmta sér saman.

Iðnó er elsta menningarhús landsins og er Margrét Rósa, sem stendur að rekstrinum, alltaf tilbúin að sýna húsið.  Sérstaklega er skemmtilegt uppi á 3. hæð.  Einnig er tilvalið að gleðja endur tjarnarinnar með brauðgjöf

{mos_fb_discuss:2}