Leikdeild Umf. Vöku, í samstarfi við Ungmennafélögin Baldur og Samhygð, frumsýndi föstudaginn 27. febrúar gamanleikritið Páskahret eftir Árna Hjartarson, í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar. Leikritið gerist í skála í Hrafntinnuskeri en þar hefur hópur ólíkra einstaklinga leitað gistinar eftir að hafa lent í miklu illviðri. Innan skamms fara óvæntir hlutir að gerast, gamlar erjur koma fram á yfirborðið og illvirki er framið í skálanum. Óútskýranlegir hlutir gerast og taugatitringur vex hjá skálabúum meðan Víkingasveit Lögreglunnar og Björgunarsveitir keppast við að verða fyrstir á staðinn og upplýsa málið. 17 leikarar taka þátt í sýningunni, en í heild eru það um 30 einstaklingar sem koma að henni á einn eða annan hátt.

Næstu sýningar verða: föstudaginn 6. mars
laugardaginn 7. mars
sunnudaginn 8. mars
föstudaginn 13. mars
laugardaginn 14. mars
sunnudaginn 15. mars

Sýningar eru í félagsheimilinu Þingborg, Flóhrepp og hefjast klukkan 20:30. Miðapantanir eru í síma 8924155. Miðverð er 1500 kr.

{mos_fb_discuss:2}