ImageNú standa yfir æfingar á leikritinu Blessað Barnalán eftir Kjartan Ragnarsson hjá Leikdeild ungmennafélags Biskupstungna.  Leikstjórn er í höndum Gunnar Björns Guðmundssonar en hann leikstýrði einnig síðasta verki leikdeildarinnar, Góðverkin kalla eftir Ármann Guðmundsson Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvasson, sem fékk mjög góða dóma og mikla aðsókn.  

Blessað barnalán segir frá Þorgerði, eldri konu austur á fjörðum, sem ofbýður svo hve uppkomin og brotflutt börn hennar sína henni mikið afskiptaleysi að hún lætur senda þeim skeyti um að hún sé látin. Það er eins og við manninn mælt, afkomendurnir eru mættir til að innheimta arfinn…

Leikarar í Blessuðu barnaláni eru tólf talsins, en að sýningunni koma rúmlega tuttugu manns.  Frumsýning er áætluð föstudaginn 24. febrúar í félagsheimilinu Aratungu.

Á myndinni má sjá vinnu við sviðsmynd