Þann 17. nóvember n.k. frumsýnir Leikfélag Húsavíkur, Íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness, í leikstjórn Arnórs Benónýssonar. Tónlist er eftir Guðna Bragason og hann er einnig tónlistarstjóri sýningarinnar.
Byggt er á leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem hún gerði fyrir Leiklistarskólann árið 1980. Hér er um að ræða eina af bókmenntaperlum þjóðarinnar sem ekki má falla í gleymskunnar dá.

Voru persónur leikverksins til í raun og veru? 
Var ástarsaga Snæfríðar og Arnas Arnæusar þyrnum stráð eða eintóm hamingja?
Var Jón Hreggviðsson morðingi eða ekki?
Beygist sögnin að elska á latínu; amo, amas, amat, amamus, amatis, amant?
Hvernig bregst stelpa við þegar þrír karlmenn sýna henni áhuga?

Úr verkinu:

„Hvenær drepur maður mann og hvernær drepur maður ekki mann?“

„Vinur, því dregur þú mig inn í þetta skelfilega hús“

Miðasala í Samkomuhúsinu frá 15. nóvember virka daga kl. 16:00 – 18:00 og tveimur tímum fyrir sýningu. Miðapantanir í símsvara allan sólarhringinn s. 464 – 1129, gsm: 866 – 4613.
 

{mos_fb_discuss:2}