Leikfélag Akureyrar frumsýndi nýskeð fjölskylduleikritið Lykillinn að jólunum eftir Snæbjörn Ragnarsson í leikstjórn Kolbrúnar Bjartar Sigfúsdóttur. Snæbjörn semur jafnramt tónlistina ásamt Baldri Ragnarssyni. Lykillinn að jólunum verður sýnt í Rýminu allar helgar fram að jólum.

Hvernig komast jólasveinarnir yfir að gefa í alla þessa skó á einni nóttu? Mörg þúsund gluggar og aðeins einn sveinn til að laumast inn um þá alla, hvernig er það hægt? Svarið leynist í læstum skáp á Vinnustofu jólanna uppi í fjöllum. Þar vinna þau Signý álfastelpa, Stúfsa og  Baldur gamli, en hann einn býr yfir leyndarmálinu um jólasveinana og skóna. Hann geymir lykilinn að jólunum.

Dag nokkurn hverfur Baldur gamli á brott með lykilinn sinn. Signý álfastelpa fær það erfiða verkefni að finna arftaka hans, svo öll börn fái nú örugglega eitthvað í skóinn fyrir þessi jól. Ef hún finnur annan lykil að skápnum finnur hún vonandi þann sem hún leitar að.

Leikstjórn – Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Leikmynd – Bjarki Árnason og Dýri Bjarnar Hreiðarsson
Lýsing – Mika Haaranen
Búningar – Rannveig Eva Karlsdóttir
Gervi og leikmunir – Sunna Björk Hreiðarsdóttir
Leikmyndamálun- Steingrímur Þorvaldsson
Leikarar – Jana María Guðmundsdóttir, María Þórðardóttir og Þráinn Karlsson

{mos_fb_discuss:2}