Leiklistardagar 23.-27. mars 2007

Leiklistarsamband Íslands, Íslandsdeild ITI, býður þig velkomin(n) á leiklistarþing

 

INNRÁS/ÚTRÁS

sem verður haldið að kvöldi Alþjóða leiklistardagsins, þriðjudaginn 27. mars frá kl. 19
í Leikhúskjallaranum, Þjóðleikhúsinu.

Kl. 19:00     Safnast saman. Veitingar í föstu og fljótandi formi
Kl. 19:30     Þingsetning: Viðar Eggertsson formaður Leiklistarsambands Íslands

Framsöguerindi:
– Richard Gough stofnandi PCi: SPILT CARGO, MADE FOR EXPORT: Flotsam, Jetsam and Ligan (Fljótandi verðmæti, til útflutnings)
– Katrín Hall listrænn stjórnandi ID: BARA SÁPUKÚLA?

Fundarhlé með veitingum

Framsöguerindi:
– Elena Krüskemper listrænn stjórnandi LÓKAL: IMPORTING DISCOVERY: Programme planning for an international theatre festival (Innflutt uppgötvun: Um skipulagningu alþjóðlegrar leiklistarhátíðar)
– Ingvar E. Sigurðsson leikari: AÐ MONTRASSAST Í ÚTLÖNDUM

Umræður
Kl. 22.00    Áætluð þingslit

Fundarstjóri: Steinunn Knútsdóttir
Aðstoð við þýðingar: Ragnheiður Skúladóttir

Undirbúningsnefnd leiklistarþings: Gunnar Gunnsteinsson, Steinunn Knútsdóttir og Viðar Eggertsson
Stjórn Leiklistarsambands Íslands: Viðar Eggertsson formaður, Erling Jóhannesson ritari, Irma Gunnarsdóttir gjaldkeri, Magnús Geir Þórðarson meðstjórnandi og Tinna Gunnlaugsdóttir meðstjórnandi
Leiklistarþing er styrkt af Menntamálaráðuneytinu

Frummælendur:

Richard Gough býr í Wales í Bretlandi. Hann hefur verið mikill áhugamaður um rannsóknir og menntun innan sviðslista og mismunandi sýn heimsins á listina. Hann hefur staðið í forsvari fyrir sviðlistamiðstöðina (CPR) í Aberystwyth um langt árabil en hún stendur fyrir öflugum rannsóknum, námskeiðum og viðburðum, opnum fyrir sviðslistamönnum á alþjóðavísu. Hann hefur verið ritstjóri fjölda bóka og tímarita um sviðslistir og staðið fyrir útgáfu tímaritisins Performance Research sem kemur út ársfjórðungslega í Bretlandi, en vinnur nú að bók um Meyerholdt og Kantor. Hann er einnig stofnandi alþjóðlegra samtaka um  sviðslistamenntun (perfomance Studies international). Richard hefur mikinn áhuga á að skoða samband lista og lystar (matar) í gegnum tíðina, en hann hefur á síðustu árum unnið að leiklistagjörningum og innsetningum byggða á  hugmyndinni um  Síðustu kvödmáltíðina. Þessir gjörningar hafa ferðast víða um heim en hann stefnir að því að skrifa bók um samband matar og lista í gegnum 20.öldina. En CPR, sviðslitamiðstöðin, í Wales er hans vettvangur og öflugt  starf hans þar nær til sviðslistamann um allan heim.

Elena Krüskemper er listrænn stjórnandi  LOKAL, sem er ný íslensk alþjóðleg leiklistarhátíð sem verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík að ári. Hún hefur verið listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hinnar rómuðu leiklistarhátíðar í Bonn, Biennale Bonn, sem vakið hefur athygli fyrir frumlega nálgun. Hátíðin hefur síðustu ár verið helguð því athyglisverðasta í sviðslistum í einni borg eða landi hverju sinni. Elena hefur unnið við stefnumótun leiklistar í fjölda ára, bæði í einstaka leikhúsum eins og Schaubühne í Berlín og Borgarleikhúsinu í Bonn, en einnig hefur hún unnið fyrir Köln að starfi með sjálfsæðum leikhúsum.

Katrín Hall hefur verið listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins frá 1996. Á þeim tíma hefur flokkurinn sýnt verk eftir marga af þekktustu danshöfundum Evrópu. Hún hefur auk þess beitt sér fyrir því að koma íslenskum danshöfundum á framfæri. Katrín hefur skapað flokknum sérstöðu og sterkan prófíl sem nútímadansflokkur í háum gæðaflokki. Undir hennar stjórn hefur ÍD ferðast víða og sýnt í borgum eins og Avignon, Prag, Bologna, Vilnius, Bergen, Helsinki, Ottowa, Toronto, Linz, Salisbury, Ludwigshafen og Saarlois.

Ingvar E. Sigurðsson hefur um árabil verið einn virtasti leikari þjóðarinnar og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn á leiksviði og í kvikmyndum. Lengst af hefur hann helgað Þjóðleikhúsinu krafta sína, en einnig leikið í Borgarleikhúsinu og með sjálfstæðum leikhópum. Síðustu misserinn hefur hann einkum starfað með Vesturporti og verið þáttakandi í útrás leikhópsins sem og að byggja upp eigin feril erlendis í kvikmyndum og á leiksviði.