Konan við 1000° á Stóra sviðið

Konan við 1000° á Stóra sviðið

Vegna gífurlegrar aðsóknar verður leikritið Konan við 1000°, sem byggir á vinsælli skáldsögu Hallgríms Helgasonar, frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins fimmtudagskvöld. Verkið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Kassanum frá því í september og hlotið frábærar viðtökur. Þetta er fyrsta frumsýning leikstjórans Unu Þorleifsdóttur á Stóra sviðinu.

 

„Viðtökurnar hafa verið frábærar og mikill heiður að Konan við 1000° fái framhaldslíf á Stóra sviðinu” segir Una.

Sýningar á Konunni við 1000° hefjast á Stóra sviðinu 26. febrúar og verður takmarkaður sýningafjöldi.

 

0 Slökkt á athugasemdum við Konan við 1000° á Stóra sviðið 615 25 febrúar, 2015 Allar fréttir febrúar 25, 2015

Áskrift að Vikupósti

Karfa