ImageSunnudaginn 19. mars mun leikhópurinn Kláus frumsýna gamanleikinn Ríta eða „Educating Rita“ eftir Willy Russell í Iðnó. Með hlutverk Rítu fer Margrét Sverrisdóttir og prófessor Frank leikur Valgeir Skagfjörð. Um leikstjórn og þýðingu verksins sér Oddur Bjarni Þorkelsson.

Flestir þekkja söguna af Rítu, en hún fjallar í stuttu máli um unga konu sem er orðin leið á tilbreytingarlausri tilveru sinni og ákveður að athuga hvort ekki megi fá meira úr lífinu en vinnu og kvöld á pöbbnum með manninum. Hún skráir sig á bókmenntakúrs hjá langdrukknum og lífsleiðum prófessor og hefur það ófyrirséðar afleiðingar…

Fimmtudagskvöldið 16. mars verður forsýning þar sem miðaverð er aðeins 1.000 kr.

Um hönnun og leikmynd verksins sér Jóhannes Dagsson.

Fyrstu sýningar verða sem hér segir;
Fimmtudagur 16. mars – forsýning kr. 1000
Sunnudagur 19. mars – frumsýning
Fimmtudagur 23. mars – 2. sýning
Sunnudagur 26. mars – 3. sýning

Allar sýningar hefjast klukkan 20:00 og miðverð er krónur 2500.
Miðapantanir í síma 5629700 og við innganginn. Einnig á midi.is