Kári Halldór

Kári Halldór

KariHalldor

Sími: 699 69 39

Netfang: karihalldor@isl.is

 

Kári Halldór hefur starfað um áratuga skeið sem leikari, leikstjóri og leiklistarkennari á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Hann hefur lagt sig sérstaklega eftir hinum ýmsu greinum er snerta sköpunarmátt mannsins og tjátækni, auk þess að vinna að rannsóknum og tilraunum á sviði listsköpunartækni leikarans og tjáeðlisfræði mannsins.

 

Nám – námsferðir – námsdvöl í leikstjórn

1969–1972     Leiklistarskóli Þjóðleikhússins, leiklistarnám.

1974             Tíu vikna námsferð til níu leiklistarskóla á Norðurlöndunum til að kynna sér kennsluhætti og námstilhögun.

1974–1975     Leiklistarskólinn í Stokkhólmi, sérnám í leiklistarkennslu.

1980             Svenska Teatern í Helsinki, námsdvöl í leikstjórn; meðleikstjóri Kaisu Korhonen.

Hefur lagt áherslu á virka símenntun á ferlinum og sótt fjölda námskeiða í gegnum árin á ýmsum sviðum er snerta leiklist, sköpun og tjáningu, stjórnun og kennslufræði.

 

Leikstjórn

Fjöldi sjónleikja, með áhuga- og atvinnumönnum, hér heima og erlendis, óperusviðsetningar og verkefni fyrir sjónvarp. Sviðsetningar hans hafa gestaleikið í Danmörku og Svíþjóð, Litháen og Japan, og á Listahátíð í Reykjavík.

Einnig hefur hann skapað götuleiki, unnið leikgerðir og að leikskáldaráðgjöf, hannað lýsingu og leikmyndir.

Meðal þessara viðfangsefna:

1982                    Úr aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson í uppfærsla Litla leikklúbbsins á Ísafirði. Valin fyrsta      áhugaleiksýningin á Listahátíð í Reykjavík. (Sjá Allt fyrir andann, Afmælisrit Bandalags íslenskra leikfélaga 1950–2000 eftir Bjarna Guðmarsson, bls. 171–172.)

1982                    Þrjár systur eftir Anton Tjékhov, Leikfélag Akureyrar

1983–1988     Leikstjóri Gránufjelagsins, sýningar þar á meðal Fröken Júlía eftir Strindberg og Endatafl eftir Beckett

1984                    Dúfnaveisla Halldórs Laxness í uppfærslu Leikdeildar Skallagríms í Borgarfirði, sömuleiðis meðal atriða á Listahátíð í Reykjavík það ár.

1985                    Draumleikur eftir Strindberg, Stúdentaleikhúsið

1986                    Ómunatíð eftir Þórarinn Eldjárn, Nemendaleikhúsið

1989                    Þessi, þessi maður, uppfærsla Leiksmiðjunnar Ísland, sýnd í Reykjavík og var valin fulltrúi Íslands á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Toyama í Japan.

1989                    Lears barn eftir Steinar Sigurjónsson, Mob Shop Theatre Language Workshop í Viborg í Danmörku, alþjóðleg leiksmiðja Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns fyrir listamenn.

1989–1992     Leikstjóri Kaþarsis-leiksmiðju, sýningar þar á meðal Hedda Gabler eftir Ibsen, Sumardagur eftir Mrozek og Litli prinsinn eftir de Saint-Exupréy.

1990                    Ormur umrenningur, mynd eftir íslenskri þjóðsögu, Kaþarsis-leiksmiðja fyrir Sjónvarpið.

1990                    Vagnadans, í uppfærslu leikhópsins Fantasíu. Sýnd í Reykjavík og fór sem fulltrúi Íslands á norræna og alþjóðlega leiklistarhátíð í Svíþjóð og Litháen 1990. (Sjá Allt fyrir andann, Afmælisrit Bandalags íslenskra leikfélaga 1950–2000 eftir Bjarna Guðmarsson, bls. 187 og 197.)

1991                    Sjörnustrákur, jóladagatal Sjónvarpsins eftir Sigrúnu Eldján.

1995                    Huimaus – Yrsel – Órar – Norræn rannsóknarleiksmiðja, ásamt finnska leikstjóranum Kaisu Korhonen; samstarfsverkefni Leiklistarháskólans í Helsinki, Leiklistarskóla Íslands og Þjóðleikhússins með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.

1997                    Ofviðri á norðurslóð, staðfærsla á leikriti Shakespeares – fyrsta Vest-Norræna leiksýningin, með grænlenskum, dönskum og íslenskum leikurum.

2003                    Wherter eftir Massenet , Íslenska óperan.

2004                    Carmen eftir Bizet, Íslenska óperan og Óperustúdíó Austurlands.

2015                    Kallarðu þetta leikrit?! eftir Ágúst T. Magnússon, 50 ára afmælissýningu Litla leikklúbbsins á Ísafirði.

 

Leiklistarkennsla:

1975–1977           Einn af aðal-leiktúlkunarkennurum Leiklistarskóla Íslands frá stofnun

1981–2000         skólans, umsjónarkennari 1981–1993 og deildarstjóri leiktúlkunardeildar skólans 1991-1993.

Sérsvið: Leiktúlkun og leiktækni, Aðferð líkamlegra gerða.

Sérnámskeið við LÍ: Leiktækni trúðsins og gamanleikarans.

1978–1980         Svenska Artist och Musikerskolan, SAMS, í Stokkhómi, umsjónarkennari og aðalkennari í leiktækni og spuna.

1992                    Leiklistarháskólinn í Málmey, gestakennari í leiksköpun og leiktækni.

1994, og             Leiklistarháskólinn í Stokkhólmi, gestakennari í leiksköpun og

1995–1996         leiktækni.

2007–2012     Kvikmyndaskóli Íslands, einn af aðalkennurum leiklistardeildar; fastanámskeið í leiktjáningu, leiktækni og leiklistarsögu; og við leikstjórnardeild skólans námskeiðið Vinna leikstjórans með leikurum.

Kári Halldór hefur stjórnað á annað hundrað leiksköpunar- og leiktúlkunarverkefnum við leiklistarskóla. Auk þess verið leik- og námsstjóri sjálfsnámshópa í leiklist í Reykjavík um árabil (Sjá Allt fyrir andann, Afmælisrit Bandalags íslenskra leikfélaga 1950–2000 eftir Bjarna Guðmarsson, bls. 197.)

Hefur einnig þjálfað óperusöngvara, dansara, hljóðfæraleikara, kennara, presta, sjónvarpskynna og fréttafólk og kennt á fjölda námskeiða í leiklist með áhugafólki.

 

Sérverkefni sem varða leiklistarnám

1972                    Átti frumkvæði að stofnun SÁL – Samtaka áhugafólks um leiklistarnám og var fulltrúi samtakanna og Leiklistarskóla SÁL á Norðurlöndunum þar til SÁL-skólinn varð hluti af nýstofnuðum Leiklistarskóli Íslands árið 1975.

1991                    Átti frumkvæði að stofnun Leiklistarskóla Bandalagsins, mótaði tillögur að uppbyggingu og skipulagi skólans, sem var hleypt af stokkunum 1997 (Sjá Allt fyrir andann, Afmælisrit Bandalags íslenskra leikfélaga 1950–2000 eftir Bjarna Guðmarsson, bls. 216-21)

 

Önnur störf að leiklist

1972–1973     Fiolteatret og Det Lille Teatret í Kaupmannahöfn; leikari, leikstjóri og sviðsstjóri.

1977–1978     Skolteatern í Ekenäs í Finnlandi, leikari

1978–1980     Teater Andra class í Stokkhólmi, leikari

2002–2004     Íslenska óperan, leiklistarstjóri.

 

Störf á öðrum vettvangi

Hefur um árabil kennt á námskeiðum fyrir stjórnendur og aðra starfshópa, atvinnulausa og fólk í starfsendurhæfingu.

Sérnámskeið: Tjáning – mikilvægasta verkfæri mannsins.

0 Slökkt á athugasemdum við Kári Halldór 1943 01 október, 2015 Leikstjóralisti október 1, 2015

Áskrift að Vikupósti

Karfa