Leikhópurinn Fjöður í hatti sýnir leikritið Kallinn sem gat kitlað sjálfan sig á Norðurpólnum. Dr. Flosi og Vanja frænka hans eru bestu vinir. Flosi er doktor í hlæju- og kitluvísindum og safnar hlátri í krukkur. Hann dreymir um að verða heimsfrægur snillingur og komast í heimsmetabók Gunnars. Einn daginn býður hann Vönju frænku í heimsókn til að sýna henni nýjustu tilraunina. Hann hefur nefnilega fundið leið til að kitla sjálfan sig!

Sprenghlægileg og hádramatískt atvik eiga sér stað í þessari örlagaríku heimsókn Vönju frænku til Flosa. Ósýnilegur köttur skýtur upp kollinum, frisbídiskar fljúga um og Dr. Flosi þarf að taka á honum stóra sínum þegar Vanja verður óvart til vandræða. Hún á það nefnilega til að dansa allt í einu kjánalega, alveg án þess að hafa stjórn á því.
 Kallinn sem gat kitlað sjálfan sig er innileg og fyndin sýning ætluð börnum.

Sýningin er um 50 mínútur að lengd með söng og dansi. Svo á Dr. Flosi það til að biðja börnin um að hjálpa sér við hitt og þetta.

Sýningar:

Sun. 04. Sept kl. 14.00, 
Fös. 09. Sept kl. 18.00
, Sun. 11. Sept kl. 14.00, 
Fös. 16. Sept kl. 18.00, 
Sun. 18. Sept kl. 14.00, 
Fös. 23. Sept kl. 18.00
, Sun. 25. Sept kl. 14.00, 
Fös. 30. Sept kl. 18.00

Hægt er að panta miða í síma 561-0021‪ ‬10.00 og 13.00 alla virka daga.
 Einnig er hægt að senda póst á midasala@nordurpollinn.com eða einfaldlega pantað í gegnum miða.is.

Fjöður í hatti er nýstofnaður atvinnuleikhópur en þetta er þeirra fyrsta verk undir þessu nafni.

Leikarar: Finnbogi Þorkell Jónsson og Tinna Þorvalds Önnudóttir

Leikstjórn: Árni Kristjánsson

Útlitshönnun: Ásta Fanney Sigurðardóttir, Margrét Agnes Iversen og Sif Yraola

Tónlist: Albert Hauksson

*Varúð: Getur valdið alvarlegu tilfelli af hláturskasti.