KADA, The Kogan Academy of Dramatic Arts, er einn af leiðandi einkaskólum í leiklist á Englandi. Hann er víða þekktur fyrir aðferðir sínar, sem eru byggðar á kerfi Stanislavski. Stofnandi skólans, Sam Kogan, lærði undir nemanda Stanislavski og ákvað að þróa kenningar hans lengra, eftir að hann flutti frá Rússlandi til Englands.

Á námsskeiðinu verður fjallað um skólann og kenninguna sem hann er kenndur við, the Science of Acting. Umfjöllunarefni námskeiðisins eru meðal annars: Hvað er leiklist? Hvert er hlutverk leikarans? Hvað mótar persónuleika? Hvernig getum við endurskapað þá mótun? Máttur ímyndunaraflsins, samband hugsanna og tilfinninga og til hvers að læra leiklist? Námskeiðið er fyrir alla, hvort sem um er að ræða þá sem vilja kynna sér skólann fyrir inntökupróf eða fólk í atvinnugreininni sem vill kynna sér þessa aðferð sem og skólann.

Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningar fara fram á vala@scienceofacting.com – takmarkaður þátttakendafjöldi.

Námskeiðið verður haldið í Tjarnarbíói þriðjudaginn 3. mars kl. 17:00-19:00

www.facebook.com/scienceofacting

Twitter: @koganacademy

www.scienceofacting.com