Á aðventunni breytist Norðurpóllinn í sannkallaða jólaveröld. Leikhúsið verður skreytt hátt sem lágt, það verða piparkökur á hverju borði, jólatónlistin ómar, íslenskir handverksmenn kynna vörur sínar og boðið verður upp á föndur fyrir börnin. Hátíðleikinn ræður ríkjum hjá okkur og íslensk, gamaldags jólastemning styttir okkur biðina fram að jólum. Þegar áhorfendur hafa fengið að njóta jólaandans í dágóða stund kemur að hápunkti upplifunarinnar, leiksýningarnar Grýla og Lápur, Skrápur og jólaskapið en þær hefjast hálftíma eftir að hleypt er inn í Norðurpólinn eða klukkan 13.30 og 15.30

 

Sýningaplan Jóla á Norðurpólnum:

Lápur, Skrápur og jólaskapið
Sýnt tvisvar á dag

04.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
11.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
12.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
18.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
19.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30

Grýla
Sýnd tvisvar á dag

04.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
11.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
12.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
18.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30
19.desember 13:00 – 14:30 & 15:00 – 16:30

Verð: 2.000 krónur

Miðasala á www.midi.is og í síma 561-0021

Hægt er að finna kort og leiðbeiningar um strætóleiðir á www.nordurpollinn.com

{mos_fb_discuss:3}