Við hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar höfum ákveðið að fresta jólagleði félagsins til föstudagsins 4. janúar. Tekið verður vel á móti meðlimum félagsins og annarra leikfélaga og munum við eiga notalega kvöldstund saman á nýju ári.
Hugmyndin er að þau félög sem eiga einhverja jólaþætti geti sýnt þá, svo munum við syngja saman og hafa jólagaman.
Gleðin byrjar kl 21 þann 4. janúar og stendur fram á rauða nótt.
Þeir sem vilja eitthvað sterkara en kaffi og piparkökur komi með það sjálfir.
Félagið er til húsa í Gamla Lækjarskóla við lækinn í Hafnarfirði (stórt hvítt hús merkt Menntasetrið við Lækinn)
Allir velkomnir!Bestu kveðjur,
Guðrún Sóley Sigurðardóttir
formaður Leikfélags Hafnarfjarðar
leikfelagid@simnet.is