Þann 28. desember verður hin sígilda rokkópera frá 1970, Jesus Christ Superstar, frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Björn Hlynur Haraldsson en með hlutverk þeirra Jesúsar og Júdasar fara tveir af öflugustu rokksöngvurum landsins, Krummi Björgvins og Jens Ólafsson.

Verkið segir frá síðustu vikunum í lífi Jesú Krists og varpar ljósi á samband hans og Júdasar Ískaríots sem er ekki sáttur við stefnuna sem Jesús hefur markað. Júdas er jarðbundinn, hann skilur ekki Jesú, sem sér hlutina í stærra samhengi og fylgir guðlegri köllun sem leiðir til krossfestingar. Þetta er heimsþekkt verk frá tuttugustu öld, boðskapurinn er sígildur og stórbrotin tónlistin lætur engan ósnortinn.

Persónur og leikendur
Jesús: Krummi Björgvins
María: Lára Sveinsdóttir
Júdas: Jens Ólafsson
Pílatus: Ingvar E. Sigurðsson
Símon: Jóhann G. Jóhannsson
Heródes: Bergur Þór Ingólfsson
Kaífas: Magnús Jónsson
Annas: Orri Huginn Ágústsson
Pétur: Bjarni Snæbjörnsson
Prestur: Pétur Einarsson
Prestur: Sveinn Kjartansson
Konan við eldinn: Kristbjörg Kjeld
Konan við eldinn: Hreindís Ylva Garðarsdóttir

{mos_fb_discuss:2}