Stoppleikhópurinn hefur hafið sýningar á jólaleikritinu Jólin hennar Jóru eftir Eggert Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur. Verkið var frumsýnt í desember í fyrra við miklar vinsældir en sýningar urðu þá 25.

Jólaævintýrið Jólin hennar Jóru er unnið undir áhrifum fra þjóðsögunum. Þar segir frá Jóru litlu en hún er tröllastelpa sem býr í fjöllunum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps sem er aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn. Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auðvelt því Jóra er farinn til mannabyggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um.

Nú í desember eru fyrirhugaðar 21 sýning á leikritinu. Sýnt er í leik og grunnskólum, bókasöfnum og kirkjum.

Höfundar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Leikstjóri: Sigurþór Albert Heimisson.
Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Leikmynd og búningar: Leikhópurinn.
Gítarleikur: Edwin Kaaber.

Ferðasýning fyrir 1-9 ára.
Sýningartími: 30 mínútur.

Allar upplýsingar og pantanir í síma: 898-7205.