Fleiri aukasýningar
Færri komust að en vildu á Litlu hryllingsbúðina í vor. Vegna fjölda áskorana hefur tekist að bæta við örfáum aukasýningum í byrjun september. Einungis verður sýnt í þrjár helgar og því takmarkað magn miða í boði. Sala er hafin og miðarnir rjúka út. Sýningardagar eru: 2/9, 3/9, 8/9, 9/9, 10/9, 15/9 og 16/9. Við hvetjum áhugasama því að hafa hröð handtök og tryggja sér miða. Miðasölusíminn er 4 600 200 og einnig er auðvelt að kaupa miða á netinu, www.leikfelag.is. Við minnum einnig á að Hryllingsbúðin er valsýning í áskriftarkortum en kortasala hefst í næstu viku. Rétt er að ítreka sérstaklega að þeir sem vilja tryggja sér áskriftarkort með Hryllingsbúðinni þurfa að hafa verulega hröð handtök því líklegt að er að þessi sæti hverfi fljótt. Sala áskriftarkorta hefst í næstu viku.

Leikhúsferð til London með LA
Í byrjun október verður farið í sérstaka leikhúsferð til London, mekku leiklistar í Evrópu. Flogið verður beint frá Akureyrarflugvelli á fimmtudegi 5. okt og komið til baka á sunnudegi. Gist verður á Radison SAS hótelinu í hjarta borgarinnar. Farið verður á tvær leiksýningar í London, söngleikinn Billy Elliot og aðra leiksýningu sem tilkynnt verður síðar hver er. Einnig býðst þátttakendum að fara í leiðsöguferð um London. Hópurinn fer saman út að borða eitt kvöldið og að auki fá allir nægan tíma til að kynna sér London á eigin spýtur. Ferðin er skipulögð af Expressferðum í samstarfi við LA en leiðsögumaður í leikhúsferðinni verður Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA.
 Verð: 54.900 kr. og innifalið er flug með sköttum, ferðir til og frá flugvelli, gisting í þrjár nætur með morgunverði á fjögurra stjörnu hóteli og íslensk fararstjórn. Athugið að kortagestir LA fá 5.000 kr afslátt af ferðunum og greiða því aðeins 49.500 kr! (áskriftarkortasala hefst í næstu viku). Bókanir og nánari upplýsingar um ferðina er í síma 5 900 100 og á vef Expressferða, www.expressferdir.is
 
la2.gifLeikárið framundan – kortasala hefst í næstu viku
Síðasta leikár var sögulegt hjá LA og aldrei hafa fleiri gestir sótt sýningar vetrarins. Í næstu viku verður dagskrá leikársins 2006-2007 kynnt. Við lofum ykkur fjölbreyttum, kraftmiklum og spennandi leikhúsvetri. Besta leiðin til að tryggja sér öruggt sæti í allan vetur og koma í veg fyrir að missa af vinsælum sýningum (eins og margir lentu í í fyrra) er auðvitað að fá sér áskriftarkort. Sala áskriftarkorta hefst í næstu viku. Kortagestir síðasta árs hafa forgang að kortunum á þriðjudag og miðvikudag en almenn sala hefst á fimmtudag.