Þjóðleikhúsið verður 60 ára á fimmtudaginn 22. apríl, sumardaginn fyrsta, og þá um kvöldið verður jafnframt frumsýning á Íslandsklukkunni í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Íslandsklukkan var ein af þremur opnunarsýningum Þjóðleikhússins og verkið hefur, jafnt á bók sem á sviði, notið gífurlegra vinsælda hjá íslensku þjóðinni. Svipmiklar persónur þess, á borð við Jón Hreggviðsson (Ingvar E Sigurðsson), Snæfríði Íslandssól (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) og Arnas Arneus (Björn Hlynur Haraldsson), hafa eignast sinn vissa stað í hjarta ótal Íslendinga af ólíkum kynslóðum.

Í því þjóðfélagslega umróti sem við lifum nú, á þetta stórvirki um tilvistarspurningar sem lítil þjóð stendur frammi fyrir, brýnt erindi við okkur og kallar á að vera skoðað í nýju samhengi, á nýjan hátt. Sýningin er rúmlega þriggja tíma löng og eru tvö hlé. Í fyrra hléinu verður boðið upp á ljúfa smárétti að hætti Sigga Hall sem leikhúsgestir geta pantað sér fyrirfram hjá miðasölu. Verð á smáréttadiski er 1.500 kr.

Leikstjórn – Benedikt Erlingsson
Leikmynd – Finnur Arnar Arnarson
Búningar – Helga Björnsson
Lýsing – Halldór Örn Óskarsson og Lárus Björnsson

Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Björn Hlynur Haraldsson, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Jón Páll Eyjólfsson, Kjartan Guðjónsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Þórunn Lárusdóttir.

Tónlist og hljóðfæraleikur á sviði
Hundur í óskilum (Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson).

{mos_fb_discuss:2}