Miðasala á óperuna Il Trovatore eftir Verdi hefst í dag kl. 12 í miðasölu Hörpu, en sýningin verður haustverkefni Íslensku óperunnar í Hörpu. Frumsýning verður laugardaginn 20. október, en alls verða sex sýningar á verkinu.

Í aðalhlutverkum í Il Trovatore verða Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Auður Gunnarsdóttir, Alina Dubik/Elsa Waage, Tómas Tómasson/Anooshah Golesorkhi  og Viðar Gunnarsson. Leikstjóri er Halldór E. Laxness og hljómsveitarstjóri er Carol I. Crawford.

Sýningar verða sem hér segir:

föstudaginn 26. október, laugardaginn 27. október, sunnudaginn 4. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og laugardaginn 17. nóvember, fyrir utan frumsýninguna laugardaginn 20. október.

Upphafs miðasölu hjá Íslensku óperunni er jafnan beðið með nokkurri eftirvæntingu hjá óperuunnendum hérlendis, enda ávallt takmarkaður fjöldi miða í boði. Hægt er að kaupa miða á harpa.is, í miðasölunni í Hörpu sjálfri og í síma 528 5050.

Allar nánari upplýsingar má finna á opera.is