Sunnudagskvöldið 30. maí frumflytur leikfélagið Hugleikur einþáttungadagskrána Tvíleik. Þar verða sýnd tvö stuttverk fyrir tvo leikara sem urðu til á höfundasmiðju í umsjón Árna Kristjánssonar í lok vetrar.
Dagskránni verður streymt á Facebook og viðburðinn má finna hér. Sýningin hefst kl. 20.
Vegna sóttvarnarreglna komast einungis örfáir áhorfendur í salinn og áhugasömum er því bent á streymið.
Meðfylgjandi mynd sýnir leikara í síðustu einþáttungadagskrá félagsins, Kvikan streymir, sem einnig var streymt með sama sniði.