Nú stendur yfir í Riga, höfuðborg Lettlands, leiklistarhátíð NEATA eða Norður-Evópska leiklistarsambandsins. Fulltrúi Íslands á hátíðinni er sýningin Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur sem Hugleikur og Leikfélag Kópavogs sýna í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Bingó verður sýnt á morgun, föstudaginn 8. ágúst.

Auk íslensku sýningarinnar eru í ár eftirtaldar sýningar á hátíðinni:

Who pulled the leg of Teddy bear off? eftir Hermanis Paukšs – Jurmala leikhúsið frá Lettlandi
The coobler and the devil eftir Anton Chekhov – Birstonas Culture Centre leikhópurinn frá Litháen
Beyond the sea eftir Juri Tuulik – Randlane leikhópurinn frá Haapsalu í Eistlandi
Some explicit polaroids eftir Mark Ravenhill – Jyväskylän Huonerteatteri frá Finnlandi
Peer Gynt fast forward eftir Thomas Birkmeir – STIC-er theatre frá Stralsund í Þýskalandi
Miss Julie eftir August Strindberg – Teater –apa, frá Lundi í Svíþjóð
Mmmmm – Black out, Oslo Teatersenter frá Noregi
Othello eftir William Shakespeare – Huðrar, Tórshavn frá Færeyjum
Don`t believe nonsense! Kaleidoscope of Latvian folk tales – Rezekne amateur leikhópurinn frá Lettlandi
Everybody dies for a reason Monsuna, through improvisation – Frá Danmörku

Nánari fréttir af hátíðinni verða birtar að henni lokinni en einnig má fylgjast með henni á hugleikur.is þar sem hugleikarar blogga um hana. Þess má einnig geta að næsta NEATA-hátíð verður haldin á Akureyri í ágúst 2010.