Hugleikur í startholunum

Hugleikur í startholunum

Hugleikur ætlar að byrja leikárið með trompi og setja upp glænýtt verk eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Um er að ræða söngleik sem gerist á stríðsárunum og er hann sjálfstætt framhald af afmælissýningunni Stund milli stríða sem sýnd var vorið 2014. Sýnt verður í „Nemendaleikhúsinu“ – þ.e. gamla húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu 11. Leiksjóri er Þorgeir Tryggvason.

Opinn samlestur á verkinu verður í æfingahúsnæði Hugleiks við Langholtsveg 109-111 sunnudaginn 1. september kl. 20. Allir velkomnir.

Á aðalfundi Hugleiks í vor var kjörin ný stjórn.
Dýrleif Jónsdóttir er áfram formaður og Þórarinn Stefánsson varaformaður Guðrún Eysteinsdóttir gjaldkeri. Nýir stjórnarmenn eru María Björt Ármannsdóttir, ritari, Ásta Gísladóttir meðstjórnandi og í varastjórn eru Sigríður Bára Steinþórsdóttir, Loftur S. Loftsson og Sara Rós Guðmundsdóttir.

Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að ganga til samninga við ríkiseignir um leigu á “gamla nemendaleikhúsrýminu” sem að ofan er nefnt og var samningur þar að lútandi undirritaður í sumar.

2 Slökkt á athugasemdum við Hugleikur í startholunum 198 27 ágúst, 2019 Allar fréttir, Fréttir, Vikupóstur ágúst 27, 2019
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa