Hugleikur rifjar upp tónlistina úr leikritum sínum í síðustu Þetta mánaðarlega-dagskrá sinni í Þjóðleikhúskjallaranum þetta vorið sem verður þriðjudags- og fimmtudagskvöld, 9. og 11. maí. kolrossuhopur.jpgHugleikur rifjar upp tónlistina úr leikritum sínum í síðustu Þetta mánaðarlega-dagskrá sinni í Þjóðleikhúskjallaranum þetta vorið sem verður þriðjudags- og fimmtudagskvöld, 9. og 11. maí.

Tónlist hefur frá upphafi verið veigamikill hluti af sköpun félagsins, og að sjálfsögðu  að langmestu leyti frumsamin eins og annað efni félagsins. Einhver tónlist hefur komið við sögu í langflestum leikritum Hugleiks og mörg af vinsælli og umtalaðri verkum hópsins eru í raun hreinræktaðir söngleikir. Má þar nefna Fermingarbarnamótið, Kolrössu, Jólaævintýrið og óperuna Bíbí og blakan. Í kringum tíu hugleikarar hafa samið tónlist fyrir félagið.

Til að koma þessum arfi til skila hefur verið kölluð saman sérstök hátíðahljómsveit sem annast undirleik þegar við á. Stór hópur félagsmanna mun syngja lögin. Einnig mun gleðisveitin Ripp Rapp og Garfunkel taka nokkrar gamlar hugleiksperlur sínum einstöku tökum og söngsveitin Hjárómur flytja nokkur af lögum félagsins sem útheimta kór, auk þess sem nokkur lög hafa verið raddsett sérstaklega af þessu tilefni.

Óhætt er að lofa litskrúðugri og fjölbreytilegri skoðunarferð um tónlistararf Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum.

Dagskráin hefst kl. 21.

Miðaverð er 1.000 kr. Miðasala við innganginn.