ImageNú nálgast óðum eitt dramatískasta augnablik leikársins hjá áhugaleikfélögunum. Um næstu helgi verður tilkynnt um val Þjóðleikhússins á áhugaleiksýningu ársins. Að venju verður þetta gert á hátíðarkvöldverði Bandalagsþings, sem að þessu sinni verður í Félagsheimili Seltjarnarness laugardagskvöldið 6. maí nk.

Árlega verða miklar umræður um hver muni hreppa hnossið, m.a. á spjallþráðum Leiklistarvefsins. Til þess að gera þá umræðu skemmtilegri og líflegri hefur verið ákveðið að birta lista yfir þau félög sem taka þátt í keppninni að þessu sinni. Þau eru tólf talsins:

Freyvangsleikhúsið með Kardimommubæinn
Halaleikhópurinn með Pókók
Hugleikur með Jólaævintýri Hugleiks
Hugleikur með Systur  
Leikdeild U.M.F: Biskupstungna með Blessað barnalán
Leikfélag Hafnarfjarðar með Hodja frá Pjort
Leikfélag Keflavíkur með Trainspotting
Leikfélag Kópavogs með ALF – Andspyrnuhreyfing ljóta fólksins
Leikfélag Keflavíkur í samstarfi við Vox Arena með Keflavík, Ísland, Alheimurinn eða mamma þín
Leikfélag Selfoss með Þuríður og Kambsránið
Skagaleikflokkurinn með Hlutskipti
Stúdentaleikhúsið með Anímanína

Hver skyldi nú fá að sýna í Þjóðleikhúsinu? Hvað heldur þú?