Hrund Ólafsdóttir

 

Hrund Ólafsdóttir

Netfang: hrundol@gmail.com

Sími: 6603817

Svæði: Allt landið.

Hrund hefur leikstýrt 12 lengri og styttri sýningum í áhugaleikfélögum auk þess að kenna leiklist sem listgrein í grunnskóla í 7 ár og skrifa nokkur leikrit.

Hún trúir á skapandi samvinnu í leikhúsinu þar sem raddir allra fá að heyrast og þannig verður til frjó og gleðirík samsuða. Það er þó alltaf leikstjórinn sem tekur listræna ábyrgð á sýningunni og hefur síðasta orðið.

Hún hefur lokið 6 leikstjórnarnámskeiðum, 15 leiklistarnámskeiðum og 6 handritanámskeiðum auk námskeiðs í leikmynd og búningum.  Öll námskeiðin voru  60 tímar eða fleiri.

Hrund er með MA próf í Almennri bókmenntafræði með áherslu á leikritun.

Hún er með próf í Uppeldis- og kennslufræði og hefur langmest unnið við að kenna ensku og bókmenntir í framhaldsskólum en kenndi leiklist sem listgrein í grunnskóla árin 2008 til 2015. Þar leikstýrði hún fjöldanum öllum af stuttum og löngum leiksýningum.

Hrund hefur starfað sem leiklistargagnrýnandi á Rás 1, Morgunblaðinu og fyrir leiklist.is.

Hrund hefur skrifað nokkur leikrit sem hafa verið sett á svið, bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsi.

 

Leikstjórn:

2018: 39 og ½ vika. Leikdeild Skallagríms.

2008 – 2015: Fjöldi leiksýninga sem leiklistarkennari í Álfhólsskóla í Kópavogi.

2015: Stóra hangikjöts-, Orabauna-, og rófumálið. Hugleikur.

2013: Einþáttungurinn Sögur, Leikfélag Kópavogs.

2013: Einþáttungurinn Kaffi Kútter. Hugleikur.

2008: Mómó og tímaþjófarnir. Leikfélag Ölfuss.

2007: Einþáttungurinn Og hefi eg þann sopa sætastan sopið. Leikfélagið Sýnir.

2006: Dans. Unglingaleikrit. Leikfélag Kópavogs.

2006: Friðardúfan. Einleikur. Leikfélagið Sýnir.

2005: Allra kvikinda líki. Leikfélag Kópavogs. Leikgerð og leikstjórn ásamt Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni.

2004: Hinir gullnu bogar hugrekkisins. Eigin leikgerð. Leikfélagi Kópavogs.

2001: Einþáttungurinn Yfir. Eiginn þáttur. Leikfélagið Sýnir.

 

Helstu frumsamin leikrit:

2005:  Frelsi, sýnt í Þjóðleikhúsinu.Tilnefnt til Grímuverðlaunanna. Leikstjóri Jón Páll Eyjólfsson.

2006: Dans, frumsamið og leikstýrt fyrir unglingadeild Leikfélags Kópavogs.

2011: Vinaminni, leiklestur á Grósku FLH í sept. 2011.

2012: Hústakan, pantað af Stoppleikhópnum.

2014: Róðarí, sýnt i Tjarnarbíói. Leikstjóri Erling Jóhannesson.

2008-2015: Fjöldinn allur af stuttum og löngum leikþáttum sem leiklistarkennari.

 

Nám í Leiklistarskóla BÍL:

Námskeið í leikstjórn:
Leikstjórn I hjá Sigrúnu Valbergsdóttur 2001.
Leikstjórn II hjá Sigrúnu Valbergsdóttur 2002.
Masterclass í leikstjórn hjá Sigrúnu Valbergsdóttur 2003.
Masterclass í leikstjórn, framhald, hjá Sigrúnu Valbergsdóttur 2004.
Sérnámskeið í leikstjórn hjá Agli Heiðari Antoni Pálssyni 2007.
Masterclass í leikstjórn hjá Rúnari Guðbrandssyni 2013

Leikaranámskeið:
Leiklist I hjá Hörpu Arnardóttur, 1997.
Leiklist II hjá Hörpu Arnardóttur, 1998.
Masterclass: Sviðstækni leikarans hjá Viðari Eggertssyni, 1999.
Tækni gamanleikarans hjá Völu Þórsdóttur, 2000
Sérnámskeið fyrir reynda leikara hjá Rúnari Guðbrandssyni, 2005
Sérnámskeið hjá Ágústu Skúladóttur, 2006
Sérnámskeið hjá Stephen Harper 2016

Leikmynd og búningar:
Á bak við tjöldin; hönnun leikmyndar og búninga hjá Evu Björg Harðardóttur 2018.

Lýsingarnámskeið:
Grunnnámskeið í leikhúslýsingu hjá Agli Ingibergssyni, 2009.

 

Önnur leiklistarnámskeið:
Fjögurra mánaða námskeið í Kramhúsinu hjá Árna Pétri Guðjónssyni 1991 -1992.
Viku námskeið í Ungmennafélagi Reykdæla hjá Rúnari Guðbrandssyni 1995.
Trúðanámskeið á vegum Leikfélagsins Sýna hjá Bergi Þór Ingólfssyni 2002.
Helgarnámskeið í leikhússporti hjá Martin Geyer 1998.
Götudansnámskeið hjá Ólöfu Ingólfsdóttur 2005.
Alþjóðlegt 60 stunda leiklistarnámskeið fyrir atvinnufólk hjá Methodika, haldið í Feneyjum í nóv. 2007
Haraldurinn I hjá Improv Ísland 2016.
Haraldurinn II hjá Improv Ísland 2017.
Haraldurinn III hjá Improv Ísland 2017.
Haraldurinn IV hjá Improv Ísland 2018.

Leikritunarnámskeið:
Námskeiðið Að skrifa fyrir leikhús, 2002, á vegum Endurmenntunar HÍ og Þjóðleikhússins. Leiðbeinandi: Karl Ágúst Úlfsson.
Höfundasmiðja Þjóðleikhússins 2002 – 2003. Leiðbeinandi: Hlín Agnarsdóttir.
Höfundaleikhús Dramasmiðjunnar 2003 – 2004. Leiðbeinendur: Hlín Agnarsdóttir, Árni Ibsen og Benóný Ægisson.

 

Kvikmyndahandritanámskeið:
Vinnustofa hjá Félagi kvikmyndagerðamanna vorið 2008, 24 stundir.
Vinnustofa hjá Félagi kvikmyndagerðarmanna haustið 2008, 24 – 30 stundir.
Vinnusmiðja hjá Samtökum kvikmyndaleikstjóra í febrúar og apríl 2013.

Fjöldi vinnusmiðja á vegum FLÍSS, Félags um leiklist í skólastarfi.