ImageUppskeruhátíð sviðslista á Íslandi fyrir leikárið 2005-6, Gríman, verður haldin í fjórða sinn í Borgarleikhúsinu föstudaginn 16. júní 2006.
Áhorfendaverðlaun Grímunnar gefa leikhússgestum kost á að velja bestu sýningu ársins að þeirra mati.
Í fyrra var söngleikurinn Óliver valinn besta sýning ársins af áhorfendum.

Valnefnd Grímunnar hefur verið að störfum allt þetta leikár og skoðað um 60 sviðsverk, allt frá hefðbundnum leiksýningum til stórbrotinna ópera og glæsilegra söngleikja. Alls koma um 1000 listamenn sem hafa tekið þátt í þessum sviðsverkum til álita til Grímunnar í ár og eiga möguleika á verðlaununum eftirsóttu þann 16. júní.

Frá og með 29. maí verður hægt að greiða atkvæði til Áhorfendaverðlauna Grímunnar. Kosningunni lýkur þann 11. júní . Athugið að aðeins verður hægt að kjósa einu sinni úr hverri tölvu.

Kosningin fer fram á vefnum griman.is