Hörður verður framkvæmdastjóri

Hörður verður framkvæmdastjóri

Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga hefur ráðið Hörð Sigurðarson sem framkvæmdastjóra frá 1. janúar 2019. Hörður er Bandalagsfólki að góðu kunnur. Hann sat í varastjórn BÍL á árunum 1996-1998 og í aðalstjórn 1998-2006 og 2008-2010. Hann starfaði einnig í nefnd til undirbúnings Leiklistarvefsins 2002 og hefur verið Lénsherra (umsjónarmaður) hans frá upphafi til dagsins í dag, ásamt því að skrifa fyrir hann greinar og gagnrýni. Hörður var í undirbúningsnefnd NEATA hátíðarinnar á Akureyri 2010, hann var einnig starfsmaður hennar og stýrði þar m.a. gagnrýnifundum.

Hörður hefur verið virkur félagi í Leikfélagi Kópavogs frá 1985 og hefur starfað nær óslitið með félaginu síðan í nær öllum hugsanlegum hlutverkum. Hann hefur einnig leikstýrt víða um land og sótt fjölmargar leiklistarhátíðir hérlendis sem erlendis.
Hörður hefur starfað  hjá Hugviti hf./GoPro Ltd síðan 2001, lengst af sem stjórnandi hugbúnaðarprófana og -skjölunar.

Hörður tekur við af Vilborgu Á. Valgarðsdóttur sem lætur af störfum nú um áramótin en hún hefur gegnt stöðunni frá 1993.

Á meðfylgjandi mynd er Hörður með formanni Bandalagsins Guðfinnu Gunnarsdóttur.

6 Slökkt á athugasemdum við Hörður verður framkvæmdastjóri 3371 20 september, 2018 Allar fréttir, Markvert, Vikupóstur september 20, 2018
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa