Í byrjun mars þá mun Leikfélag Hafnarfjarðar verða með Höfundasmiðju, þar sem áhersla verður lögð á ritun styttri leikverka. Tveimur vikum seinna munu síðan hefjast æfingar á stuttverkadagskrá þar sem afrakstur þessarar höfundasmiðju verður settur á svið í Gaflaraleikhúsinu.
Þann 3. mars hefst námskeið í leiklist hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Námskeið þetta er ætlað þeim sem hafa litla eða enga reynsluaf leiklist en brennandi áhuga á að reyna fyrir sér á sviði. Athugið að námskeiðið er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri. Námskeiðið stendur í tvær vikur og er kvöldnámskeið.

 

 

Þeir sem áhuga hafa á að vera með í höfundasmiðjunni eða námskeiðinu hafið samband við leikfélagið í gegnum póstfangið leikfelag@gmail.com

Námskeiðin eru ókeypis og öllum opin.

Viltu gerast félagi í LH? Farðu inn á heimasíðuna www.leikhaf.is og kynntu þér kosti þess að vera félagi í LH.

Leikfélag Hafnarfjarðar – Strandgata 55 – Sími 565 5900 – www.leikhaf.is – leikfelag@gmail.com