Fimmtudaginn 6. júlí næstkomandi frumsýnir Leikfélagið Hallvarður Súgandi leikritið Himnaríki eftir Árna Ibsen, í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Frumsýningin verður klukkan 20:00 í íþróttahúsi Súgfirðinga. himnarikist.jpgFimmtudaginn 6. júlí næstkomandi frumsýnir Leikfélagið Hallvarður Súgandi leikritið Himnaríki eftir Árna Ibsen, í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.

Verkið segir frá þrem ungum pörum sem fara í sumarbústað yfir eina helgi og eins og oft vill verða í slíkum ferðum endar það allt í fylleríi og vitleysu og áður en langt er um liðið eru hlutirnir algjörlega farnir úr böndunum.

Verkið hefur þá sérstöðu að sviðið er í miðjum sýningarsalnum og áhorfendur sitja beggja vegna, annarsvegar sjá þeir inn í bústaðinn og hinsvegar sjá þeir sem gerist fyrir utan. Í hléi skipta svo áhorfendur um sæti, þeir sem sáu það sem gerðist inni sjá nú það sem gerist úti og öfugt.

Frumsýningin verður klukkan 20:00 í íþróttahúsi Súgfirðinga. Miðapanntanir eru í síma 8617060 og á vefsíðu félagsins http://www.hallvardur.is