Nú á föstudaginn 21. ágúst kl. 20 verður Hið vikulega frumsýnt hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í Gaflaraleikhúsinu.

Að þessu sinni verða sjö verk tekin til sýningar eftir jafn marga höfunda.
Þema vikunnar að þessu sinni var Fíflið – The Fool og munu því öll verkin að þessu sinni fjalla að einhverju leyti um fíflið í einni eða annari mynd.

Verkin sem sýnd verða eru:
Af hverju kom Jesús til jarðar
Jóki
Froskar, mýs og mögulega Dvergar
Fool me once
Fíflin
Bónus
Smiðsraunir

Í framhaldinu verður farið í aðra umferð á hinu vikulega sem sýnt verður 29. ágúst en það verður einungis fyrir fullorðna.

Að gefnu tilefni er vert að minna á að frítt er inn á þessar sýningar.