Aðeins þessa einu helgi getum við boðið leikskólabörnum, foreldrum þeirra og systkinum að sjá sýninguna á sérstöku tilboðsverði, miðaverð kr. 750, vegna stuðnings Reykjavíkurborgar og Barnamenningarsjóðs. Almennt miðaverð á sýninguna er 1.800 kr og verður einnig selt inn á þessar sýningar í almennri sölu. Til að fá miða á tilboðsverði þarf að hringja í miðasöluna í síma 528 5050 og gefa upp leikskóla barns. Athygli er vakin á því að ekki fást miðar á tilboðsverði í netsölu.
Tónævintýrið um herra Pott og ungfrú Lok er draumur lítils drengs um að áhöldin í eldhúsinu lifni við. Ástir herra Potts og ungfrúar Loks fara nánast út um þúfur vegna afbrýðisemi daðurdrósarinnar Kvarnar. Pörupilturinn Klútur og hinn reglufasti herra Sópur dragast inn í atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Tónlistin segir einnig sögu, en það er saga djass, tangó, charleston og foxtrott. Sagan er sögð af sögumanni, Sólveigu Simha, með aðstoð leikbrúða og sex hljóðfæraleikara við fjöruga tónlist eftir Bohuslav Martinu. Stórkostlegan ævintýraheim eldhússins og brúðanna skapaði Katrín Þorvaldsdóttir.
{mos_fb_discuss:2}