Það að heimurinn sé að enda, það er að segja líða undir lok, er hugtak sem fæstir tengja við gamansemi eða glens.  Þrátt fyrir þetta háalvarlega og marghótaða hugtak hefur þremur listamönnum tekist að setja upp sýningu sem fjallar um hversu afbrigðilegt og súrealískt hugtakið heimsendir er í raun og veru. Það að heimurinn sé að enda kominn er því endalaus vitleysa og gleði að mati Þorsteins Guðmundssonar sem ásamt uppákomufyrirtækinu Am Events er í forsvari fyrir leiksýninguna Heimsendir. Leikarar auk Þorsteins eru Þórhallur Þórhallsson og Úlfur Linnet.

 
Það má því með sanni segja að hér sé hægt að fá boðskapinn um heimsendi með öðrum áherslum en áður hefur tíðkast.  Eldur og brennisteinn, eymd og volæði, sársauki og sorg er nokkuð sem verður seint ofarlega í huga gesta sem næra sálartetrið með þeirri gleði og hamingju sem þrífst- og í þessu tilviki blómstrar- í leiksýningunni Heimsendir.    


 
Sýningar verða sem hér segir:

21. september Sjallinn Akureyri

4. október Loftkastalinn í Reykjavík
5. október Loftkastalinn í Reykjavík
6. október Valaskjálf Egilstöðum
11. október Höllinn í Vestmanneyjum
12. október Samkomuhúsið Grundarfirði


 
Forsala miða er hafinn í Pennanum á Glerártorgi á Akureyri og kostar 1.900 kr. inn. Hægt verður að nálgast miða í forsölu á midi.is og á hverjum stað fyrir sig, á næstu sýningar.  Hópum eða fyrirtækjum er boðið upp á að panta aukasýningar og/eða fá tilboð ef um góðan fjölda er að ræða.  Allar nánari upplýsingar má fá hjá Am Events í s: 5880101.