Hápólitíski gamanleikurinn Heilsugæslan verður sýndur víða um helgina. Leikurinn hefst í Búðardal á fimmtudag 12. nóvember. Sýnt verður í Dalabúð og hefst sýningin kl.20.30. Daginn eftir föstudaginn 13. nóvember verður Heilsugæslan í Grundarfirði. Sýnt verður á hinum geggjaða stað Kaffi 59 og hefst leikurinn kl.20.30. Miðasala á báðar sýningarnar opnar hálftíma fyrir sýningu.

Á laugardag 14. nóvember verða tvær sýningar á Vestfjörðum. Fyrri sýningin er í Arnardal og hefst kl.20.30. Heislugæslan flytur sig svo yfir í Súgandafjörð og verður með miðnætursýningu í Félagsheimilinu. Sýningin hefst kl.23.30 og er gaman að geta þess að þetta er jafnframt tuttugasta sýningin á Heilsugæslunni. Heilsugæsluhelginni lýkur svo í Arnardal á sunnudag 15. nóvember með sýningu kl.20.30. Miðasala á sýningarnar í Arnardal er þegar hafin í síma 860 6062 einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið arnardalur@arnardalur.is

{mos_fb_discuss:2}