Námskeið í stjórnun leikfélaga og Haustfundur 2008 verða haldin í Leikhúsinu, nýju leikhúsi Leikfélags Kópavogs að Funalind 2, Kópavogi laugardaginn 22. nóvember. Námskeiðið verður haldið undir formerkjunum „Listin að stjórna leikfélagi – Stjórnun leikfélaga og lítið eitt um kynningarmál“. Fulltrúar í stjórn Bandalags ísl. leikfélaga halda erindi og taka þátt í umræðum undir stjórn formannsins, Þorgeirs Tryggvasonar. Námskeiðið hefst kl. 9:00.

Námskeið er þannig byggt upp.

Verkefni stjórnarmanna 
Almenn verkaskipting í stjórnum og viðfangsefni sem sérstaklega eiga við leikfélög. 

Leikárið 

Frá verkefnavali til lokasýningarpartís með viðkomu í leikstjórasamningum, kynningu innan félags, fjárhagsáætlunum, styrkumsóknum til Bandalagsins og annarra og leikferðum innan lands og utan. 

Bandalagið 

Hvað gerir Bandalagið fyrir leikfélagið og hvað þarf leikfélagið að gera fyrir Bandalagið. Úthlutunarreglur, Leiklistarskólinn, Leiklistarvefurinn, Bandalagsþing ofl. 

Kynningarmál 

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, miðlar af reynslu sinni og tekur þátt í umræðum.  

Kl. 12.00 Hádegismatur 

Haustfundur Bandalags íslenskra leikfélaga hefst að Funalind 2 í Kópavogi kl. 13.00. 

Umræðuefni:
* Úthlutunarreglur vegna styrkja menntamálaráðuneytisins
* Leiklistarhátíð NEATA á Akureyri 3.–8. ágúst 2010
* Önnur mál 

Kl. 18.00 Verður heimsókn í nýtt húsnæði Bandalagsins að Suðurlandsbraut 16,  108 Reykjavík. Þar verður skálað fyrir útkomu bókarinnar Allt fyrir andann, Saga Bandalags íslenskra leikfélaga frá 1950–2000. Síðan borða fundargestir saman kvöldmat og skemmta sér fram eftir kvöldi, ef einhverjir eru til í að sprella, þá er þeim það meira en velkomið! 

Kostnaður er ekki alveg kominn á hreint ennþá en þátttakendur greiða aðeins fyrir matinn og kannski leigu á sal um kvöldið. Í hádeginu verða pantaðar samlokur eða eitthvað álíka en við sem að þessu stöndum ætlum sjálf að sjá um kvöldmatinn til að halda kostnaði í lágmarki. Leikfélag Kópavogs býður ókeypis afnot af leikhúsinu sínu.

Tilkynnið þátttöku fyrir 3. nóvember í netfangið info@leiklist.is

{mos_fb_discuss:3}